Við Skúli fórum á kaffihús áðan og ræddum málefni líðandi stundar. Málefni líðandi stundar héldu okkur ekki lengi við efnið, þannig að við fórum að spá í einum hlut sem maður hefur í rauninni eiginlega aldrei pælt í. Hvor haldiði að mundi vinna Magnús ver Magnússon eða Jón Páll (R.I.P) , ef þeir væru að glíma á geðveikislega sleipu svelli. Fyrst var ég eiginlega á því að Magnús ver myndi vinna, því hann hefur svo góða tækni. En svo benti Skúli mér á það að Jón Páll var með fína tækni og að auki var hann rammur að afli. Eftir á að hyggja, þegar ég velti þessu fyrir mér,þá er ég hreinlegar ekki viss um það hvor myndi leggja hinn að velli. Líklega myndi dagsformið ráða úrslitum. Eða hvað? Ég held það? Er það ekki? Maður spyr.
|